Símaþjónusta Tryggingastofnunar ríkisins

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 12:04:00 (4555)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég ásaka hvorki einn né annan eins og hv. þm. Svavar Gestsson gerir. Ég var aðeins að skýra frá því að heilbrrn. ber samkvæmt lögum frá Alþingi skylda til þess að leita umsagna tveggja aðila, tryggingaráðs og félmrn. Tryggingaráð er búið að senda tillögur um reglugerð. Mér ber skylda til að senda þá tillögu til umsagnar félmrrn. og það hef ég gert. Annað sagði ég ekki.
    Það er hins vegar ekkert nýtt að hv. þm. Svavari Gestssyni og flokksbræðrum hans hér á landi og erlendis finnist aldrei stjórnað nema þeir stjórni sjálfir.