Svæðisútvarp á Vesturlandi

105. fundur
Fimmtudaginn 19. mars 1992, kl. 12:21:00 (4565)

     Ásta R. Jóhannesdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég vil þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fsp. til menntmrh. og svör hans. Við höfum tekið eftir því að frá þeim svæðum þar sem svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins eru starfandi njótum við landsmenn allir mun meira efnis og meiri frétta en frá þeim

landsvæðum sem ekki hafa svæðisstöðvar. Þess vegna er mikilvægt að við fáum svæðisstöðvar sem víðast. Í máli hæstv. menntmrh. kom fram að svæðisútvarp er ráðgert á Vesturlandi. En eins og kom fram hjá síðasta ræðumanni hefur ekki verið unnt að koma þessum svæðisstöðvum á vegna þess að aðflutningsgjöldin, markaður tekjustofn Ríkisútvarpsins, hefur verið tekinn frá stofnuninni ár eftir ár. Er það illa gert við góða og mikla menningarstofnun eins og Ríkisútvarpið að svipta hana þessum tekjustofnum og ætla ég að vona að sá háttur verði ekki hafður á framvegis.