Réttur til veiða í efnahagslögsögu Íslands

108. fundur
Þriðjudaginn 24. mars 1992, kl. 14:26:01 (4695)

     Steingrímur J. Sigfússon (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég tel að hv. 2. þm. Vestf. hafi afflutt stórlega afstöðu mína til þessa máls. Ég fylgi þessu frv. og jafnframt styð þær lagfæringar á því sem sjútvn. og utanrmn. urðu sammála um að gera. Ástæðan fyrir því að ég vék að greinargerð hv. 2. þm. Vestf.

fyrir atkvæði sínu var sú að hann leiddi að því líkum að sjútvn. hefði ruglast í ríminu vegna þess fjölda miðmælenda sem hún fékk til sín til að ræða þetta mál og var þar með efnislegar aðfinnslur eða athugasemdir um afstöðu nefndarinnar. Ég var að svara hv. þm. og snúa þessu við og fullyrða, sem er enn mín skoðun og styrktist reyndar ef eitthvað var við för hv. 2. þm. Vestf. í ræðustólinn áðan, að það sé hann en ekki sjútvn. Alþingis né gestir hennar sem eitthvað hafa ruglast í ríminu.