Stjórnarráð Íslands

108. fundur
Þriðjudaginn 24. mars 1992, kl. 15:57:00 (4711)

     Steingrímur Hermannsson :
    Herra forseti. Má ég spyrja: Er hæstv. viðskrh. í húsinu? ( Gripið fram í: Hann fór í erfidrykkju.) Hann fór í erfidrykkju. Ekki skal amast við því. Það er dálítið erfitt að ræða þetta mál án þess að hæstv. viðskrh. sé við. Við ræddum málið oft í fyrri ríkisstjórn, ég þá sem forsrh. og ég vildi gjarnan greina frá ýmsu sem okkur fór á milli og ýmsu sem ég tel nauðsynlegt að ræða ef breyta á lögum um Stjórnarráð Íslands. En ég tel erfitt að ræða málið án þess að viðskrh. sé við. ( Forseti: Forseti verður við þessari ósk og frestar umræðunni.)