Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorku- og eiturefnavopnum

108. fundur
Þriðjudaginn 24. mars 1992, kl. 18:15:00 (4727)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það er misskilningur eða misheyrn hjá hv. 3. þm. Reykv. að ég hafi talið að stefnan um að játa hvorki né neita kjarnorkuvopnum hefði nákvæmlega sama gildi í dag og hún hafði á sínum tíma. Auðvitað dregur úr gildi hennar þegar einhliða er

dregið úr kjarnorkuvopnum um borð í herskipum. Það segir sig sjálft. Hins vegar eru Tomahawk-stýriflaugar enn þá framleiddar og þó þær séu staðsettar í Bandaríkjunum á hinum svokölluðu friðartímum þá geta menn sett þær um borð þegar þeim svo sýnist og hentar. Þar kemur stefnan aftur væntanlega til álita, þ.e. stefnan um að játa hvorki né neita ef og þegar þær verða settar um borð í viðkomandi skip.