Flutningur stofnana á vegum ríkisins út á landsbyggðina

110. fundur
Fimmtudaginn 26. mars 1992, kl. 10:49:00 (4764)

     Jón Helgason :
    Hæstv. forseti. Sú umræða, sem spunnist hefur af fsp. hv. 5. þm. Austurl., sýnir að þörf er á að ræða byggðamál þar sem rýmri tími er til umræðna en í þessu fyrirspurnaformi. Sérstaklega tel ég að fyrirmæli hæstv. forsrh. um vaxtarsvæðin hljóti að gefa tilefni til margra spurninga og skýringa. Ég vil því beina þeirri spurningu til hæstv. forseta og hæstv. forsrh. hvort þeirri umræðu sem hafin var um skýrslu Byggðastofnunar á síðasta ári og ekki var þá lokið verði ekki haldið áfram hið fyrsta.