Framlag sveitarfélaga til félagslegra íbúða

110. fundur
Fimmtudaginn 26. mars 1992, kl. 12:10:00 (4800)


     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) :
    Virðulegi foprseti. Fsp. hv. þm. er í fjórum liðum og ég vil svara þeim í þeirri röð sem þeir koma fram á þskj.
    1. Ákvæði 10. gr. laga nr. 1/1992, um 3,5% óafturkræft framlag sveitarfélaga af kostnaðarverði félagslegra íbúða, kemur til framkvæmda með nýjum framkvæmdalánum sem verða samþykkt á árinu 1992.
    2. Gjaldið verður ekki innheimt af íbúðum sem voru í byggingu við gildistöku laganna á grundvelli framkvæmdalána er samþykkt voru 1991 eða fyrr.
    3. Húsnæðisstofnun ríkisins dregur framlagið frá heildarkostnaði áður en lán Byggingarsjóðs verkamanna er ákveðið. Er þetta gert við upphaf framkvæmda.
    4. Framlagið er tekið af öllum félagslegum framkvæmdum við íbúðabyggingar eða kaup í hlutaðeigandi sveitarfélagi.