Fríverslunarsamningur EFTA við Tyrkland

112. fundur
Föstudaginn 27. mars 1992, kl. 12:16:00 (4841)

     Árni M. Mathiesen (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þessi umræða hefur tekið svolítið aðra stefnu en að maður gat átt von á samkvæmt dagskrá þingsins, en hv. 8. þm. Reykn. telur sig vera þess umkominn að setja skýrslu utanrrh. á dagskrá hér í dag. Það hefði að sjálfsögðu verið ólíkt huggulegra ef hann hefði látið okkur samþingmenn sína vita því að við töldum að við hefðum tíma til þriðjudags til þess að yfirfara þessa skýrslu og undirbúa okkur undir umræðuna.
    En þar sem hv. 8. þm. Reykn. hefur ítrekað vikið hér að orðum forsrh. og vitnað sérstaklega til þess sem hann sagði á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki þar sem ég var viðstaddur, þá get ég fullyrt að það sem ráðherrann sagði var alls ekki það sem hv. 8. þm. er að reyna að leggja honum í munn hér í ræðustól. Að hann hafi sagt það með einhverjum tímasetningum upp á kjörtímabil að athugun og aðild að EB

væri ekki á dagskrá er alrangt. Hann hlýtur að vita að það er óskynsamlegt að tímasetja slíkar ákvarðanir á tímum svo mikilla breytinga eins og eru í dag. Ég fullyrði það að hæstv. forsrh. sagði ekki þessi orð á fundinum í Helsinki eins og þingmaðurinn vill leggja honum hér í munn.