Fríverslunarsamningur EFTA við Tyrkland

112. fundur
Föstudaginn 27. mars 1992, kl. 12:32:00 (4852)

     Forseti (Karl Steinar Guðnason) :
    Ég vona að hv. þm. sé ljóst hvað er á dagskrá enda liggur dagskráin fyrir prentuð. Fyrsta dagskrármálið er til umræðu og hefur verið til umræðu. Og það er mat forseta hvað fellur innan markanna eða ekki. Undir það verða hv. þm. að beygja sig. Annars vegar er verið að ræða þetta dagskrármál og hins vegar hafa menn blandað inn í það skýrslu utanrrh. sem væntanlega verður rædd í næstu viku og forseti verður að reyna að skilja á milli eftir því sem hann best getur. Honum er falið að gera það.
    Ég sagði hér áðan að umræðum væri lokið, en þá var óskað eftir orðinu í þann mund og ég veitti viðkomandi þingmanni orðið, en síðan hélt umræðan áfram. En nú vill svo til að umræðu er lokið. Og þingmenn hafa haft tækifæri til þess að tjá sig.