Friðun Landnáms Ingólfs fyrir lausagöngu búfjár

112. fundur
Föstudaginn 27. mars 1992, kl. 13:00:00 (4858)

     Kristinn H. Gunnarsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Það getur nú vafist fyrir óþingreyndum mönnum hvernig eðlilegt sé að leggja til

meðferð mála og ég hygg að hv. 17. þm. Reykv. eigi ekki að ganga langt fram í því að nýta sér þekkingarleysi varaþingmanna á þessu sviði. Auðvitað átti þingmaðurinn við það að málið yrði að skoðast í heild og afgreiðslan að miðast við það.