Rannsókn Kjörbréfs

114. fundur
Þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 13:44:00 (4905)

     Frsm. kjörbn. (Matthías Bjarnason) :
    Virðulegi forseti. Kjörbréfanefnd hefur fengið til athugunar kjörbréf Ragnhildar Eggertsdóttur sem er 2. varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjanesi. Kjörbréfið er dags. 26. mars 1992 og undirritað af öllum landskjörstjórnarmönnum.
    Fyrsti varaþingmaður Samtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi, Kristín Sigurðardóttir, hefur skrifað bréf þess efnis að vegna sérstakra anna sjái hún sér ekki fært að taka sæti á Alþingi á næstunni.
    Kjörbréfanefnd var sammála um að mæla með því að kjörbréf Ragnhildar Eggertsdóttur, 2. varamanns Samtaka um kvennalista í Reykjaneskjördæmi, verði tekið gilt.