Utanríkismál

114. fundur
Þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 16:41:00 (4923)

     Steingrímur Hermannsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vek aðeins athygli á því að málin má leysa eins og aðrar þjóðir hafa gert eftir öðrum leiðum en með fyrirvara í samningnum. Oft hefur verið talað um og vakin athygli á því að t.d. Írar hafa leyst landakaupavandamálið eftir allt öðrum leiðum og það hefur haldið meira að segja fyrir dómstóli hjá Evrópubandalaginu. Um það er ég að spyrja. Síðasta ríkisstjórn ákvað að fara þá leið. Hvar er sú girðing, eins og stundum hefur verið kallað?
    Einnig er upplýst að svo lengi sem hið opinbera hefur einkarétt til virkjana verði því ekki hnekkt. Einkaréttur er ekki ólögmætur samkvæmt Evrópsku efnahagssvæði og samningi um það. Þannig að það eru leiðir til að leysa þessi mál og ég var að segja áðan að ég bíð eftir því að fá að sjá hvernig ríkisstjórnin ætlar að leysa þau. Fyrr treysti ég mér ekki til að taka endanlega afstöðu til samningsins.
    Ég vona að þetta sé nógu skýrt.