Utanríkismál

114. fundur
Þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 21:29:00 (4931)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Því er fljótsvarað. Utanrrh. er ósammála því að Íslendingar leggi fram umsókn um aðild að Evrópubandalaginu fyrir áramót að gersamlega ókönnuðu máli. Ég er jafnósammála þeirri afstöðu nú og ég var ósammála tilvitnuðum ummælum árið 1990. Ég er hins vegar að flytja þau boð og hef rökstutt það ítarlega að það eru nokkrir þættir þessa máls sem ég tel rétt að Íslendingar láti fara fram rækilega skoðun og könnun á og taki þess vegna enga afstöðu eða lýsi engri niðurstöðu í því máli fyrr en að rækilega rannsökuðu máli.