Utanríkismál

114. fundur
Þriðjudaginn 31. mars 1992, kl. 21:30:00 (4932)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hæstv. utanrrh. var ekki reiðubúinn að taka hér af skarið. Hann er að vísu reiðubúinn að segja það að hann sé ekki sammála þeirri skoðun að við eigum að leggja inn umsókn nú að óathuguðu máli, en hann vill láta athuga málið, það hefur komið fram í skýrslunni, það hefur komið fram hér í dag. Hann telur nauðsynlegt að kanna málið. Hann útilokaði ekki að sú ákvörðum yrði tekin fyrir áramót að lokinni þeirri athugun að sækja um aðild. Munurinn er eingöngu sá að hv. þm. Karl Steinar Guðnason telur sig vera búinn að kanna málið og er reiðubúinn að ákveða nú þegar að leggja fram umsókn. Hæstv. utanrrh. vill fá að kanna málið, útilokar ekki að leggja fram umsókn og útilokar ekki að hann kunni að vera reiðubúinn til þess fyrir lok ársins.