Utanríkismál

115. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 00:29:00 (4981)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hefði vænst þess að hv. 4. þm. Norðurl. e. hefði bent okkur hér, þeim fáu þingmönnum sem að vísu erum enn hér í þessum sal, á eitt dæmi úr sögu lýðveldisins íslenska þar sem Alþb. hefur haft rétt fyrir sér í ákvarðanatöku um utanríkismál. Á eitt einstakt dæmi þar sem það hefur sannast að Alþb. hafi haft rétt fyrir sér eða forverar þess, Kommúnistaflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn, varðandi ákvarðanir um utanríkismál Íslendinga.