Sala á veiðiheimildum

116. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 11:07:00 (5018)

     Jóhann Ársælsson :
    Virðulegur forseti. Hæstv. sjútvrh. sagði það hér áðan að ég hefði borið það á hann að hann hefði verið að brjóta lög með tillögum sínum. Mig rekur ekki minni til þess að ég hafi tekið þannig til orða. Hann sagði líka að ég hefði haldið því fram að hann hefði ekki rétt til þess að koma með tillögur til úrbóta á fiskveiðistefnunni fyrir þann tíma sem þessi endurskoðun lyki. Það er fáránleg ásökun. Við alþýðubandalagsmenn höfum lagt fram tillögur sem liggja hér fyrir og hafa ekki fengist ræddar í þinginu um breytingar sem ættu að vera bráðabirgðaráðstöfun á þeim tíma sem verið væri að ræða um breytingar á fiskveiðistefnunni. Það er þetta sem ég vil bera af mér og ég tel fulla ástæðu til þess.