Öryggi í óbyggðaferðum

116. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 11:15:00 (5021)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Ég tel það góðra gjalda vert að grennslast fyrir um þetta mál og mér finnst hafa verið furðuhljótt um niðurstöður þessarar nefndar fram að þessu. Ég hafði ekki orðið var við að þarna lægi fyrir nefndarálit.
    Það er ekki vettvangur hér til að fjalla um niðurstöður nefndarinnar fyrir mig sem kem inn í þessa umræðu en mér heyrist þó að það sé margt þar sem þyrfti að athuga betur heldur en fram kemur í máli hæstv. ráðherra, en vonandi verður þetta til góðs fyrir málefnið sem að var stefnt með samþykkt ályktunarinnar hér á Alþingi.