Fiskistofa

117. fundur
Fimmtudaginn 02. apríl 1992, kl. 19:30:00 (5108)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég ítreka að frv. gerir ráð fyrir að Fiskistofa annist framkvæmd á fiskveiðistjórnun. Alþingi getur vitaskuld breytt henni og þá mun Fiskistofan annast framkvæmd í samræmi við þá löggjöf sem Alþingi ákveður. En öllum má vera ljóst og hv. þm. einnig að við ríkjandi löggjöf hlýtur Fiskistofan að framkvæma hana og við hljótum að styðjast við þau hugtök sem sú löggjöf byggir á. En skipulagið stendur burt séð frá því hvers konar stjórnun menn ákveða að hafa. Á hinn bóginn vænti ég að áframhaldandi samstaða verði um að stjórna fiskveiðum í grundvallaratriðum með svipuðum hætti og við höfum gert þó að það kerfi þurfi að þróa og laga á marga lund.