Skálholtsskóli

118. fundur
Föstudaginn 03. apríl 1992, kl. 13:52:00 (5133)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Sumir hv. þm. stjórnarandstöðunnar hafa sakað ríkisstjórnina um það í vetur að horfa um of til baka og binda sig við fortíðina. Hér er um að ræða mál sem kveður á um að flytja tiltekna starfsemi á milli ráðuneyta. Ég tel fullkomlega óeðlilegt að skipa málinu í nefnd með tillit til þeirrar fortíðar sem hefur verið á skipan þessara mála heldur eigi að skipa málinu í nefnd með hliðsjón af þeirri nýskipan sem verið er að leggja til.