Hjúskaparlög

118. fundur
Föstudaginn 03. apríl 1992, kl. 14:13:00 (5138)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Ég geri ekki athugasemd við það að hv. nefnd taki þetta orðalag til athugunar. En vegna þess að sú ósk var sett fram með þeim rökstuðningi að setningin ætti að vera venjulegu fólki skiljanleg þá vil ég nú halda því fram sem flm. frv. að ég flokkist undir venjulegt fólk og því þurfi aðrar röksemdir fyrir þessari ósk. ( Gripið fram í: Gæti ráðherra ekki samþykkt þetta --- við andlát?)