Umræða um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum

118. fundur
Föstudaginn 03. apríl 1992, kl. 15:36:00 (5160)

     Steingrímur J. Sigfússon :
    Herra forseti. Ég geri ráð fyrir því brýnar aðstæður valdi því að forseti ákveður að fresta umræðunni í miðjum klíðum þegar tillagan hefur beðið mánuðum saman eftir því að komast til umræðu. Ég verð að segja eins og er að það er auðvitað ákaflega óheppileg ráðstöfun. Ég ætla ekki að fara að mótmæla henni og við þingmenn getum sjálfsagt lítið gert annað en að sætta okkur við það að svo sé gert. En það er auðvitað alla jafnan mjög hvimleitt að þurfa að slíta slíkar umræður í sundur og sérstaklega finnst manni óheppilegt og ósanngjarnt þegar mál eiga í hlut sem eru eðli sínu samkvæmt tímabundin en hafa þó orðið fyrir því að bíða hér mánuðum saman eftir að komast til umræðu á þinginu. Þess vegna vil ég nota þá

þetta tækifæri um leið og ég lýsi vonbrigðum mínum með það að svona skuli fara og óska eindregið eftir því að umræðunum verði haldið áfram í upphafi næsta fundar.