Röð mála á dagskrá

120. fundur
Þriðjudaginn 07. apríl 1992, kl. 14:04:00 (5215)

     Stefán Guðmundsson :
    Virðulegi forseti. Miklum vonbrigðum varð ég fyrir með þessa ræðu hæstv. menntmrh. Ég hélt að kynni mín af honum væru á annan veg, að hann væri réttsýnn og góður maður og ég vona að hann hafi ekki breyst við það að verða ráðherra. Er það virkilega svo að hæstv. menntmrh. finnist það eðlilegt að mál sem lögð voru fyrir Alþingi á síðasta ári skuli ekki enn þá hafa fengist rædd en mál sem voru hins vegar lögð fram á Alþingi í síðustu viku skuli tekin á dagskrá? Finnst hæstv. menntmrh. þetta virkilega vera góð vinnubrögð?