Vernd barna og ungmenna

120. fundur
Þriðjudaginn 07. apríl 1992, kl. 17:36:00 (5238)



     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mikið óskaplega hlýt ég að hafa talað óskýrt þegar ég var að tala um að það þyrfti að grípa í taumana þegar við sæjum að börn hefðu það ekki nógu gott. Auðvitað eigum við að breyta því sem við getum breytt án þess að kalla til yfirvalda, að sjálfsögðu. En ef við náum ekki að breyta því sem við getum breytt verðum við að sjálfsögðu að ganga lengra. Það var einmitt það sem mér fannst ég vera að segja áðan þegar ég var að tala um að mér finnst vanta inn í frv. hvernig eigi að koma til móts við fjölskyldurnar sem hafa það ekki nógu gott. Og nú sé ég að við skiljum hvor aðra, hv. þm. Guðrún Helgadóttir.