Mengun frá bandaríska hernum

122. fundur
Fimmtudaginn 09. apríl 1992, kl. 12:28:00 (5352)


     Sigríður Jóhannesdóttir :
    Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. svörin og ég verð að segja að ekki líður mér betur eftir að hafa hlustað á það sem hann hafði hér fram að færa. Það er sem sagt svo að einhverjir örfáir hafa setið einhvers staðar í leynibyrgi og gert samning um það að við ættum að drekka, alveg þar til sl. haust, stórlega mengað vatn og búa til æviloka við þá mengun sem var sýnd á þeim kortum sem ég lagði fram í gær og eru frá bandaríska hernum, hvorki meira né minna. Þar var bara um tvö efni að ræða sem þeir könnuðu. Þeir könnuðu bara bara TCE-mengun í grunnvatni og PCE-mengun í grunnvatni. TCE fannst á

öllu þessu útbreidda svæði og ljósgráa svæðið á kortinu er allt saman svæði þar sem um mengun er að ræða. Þeim mun alvarlegri sem mengunin er eftir því verður svæðið dekkra, undir 3 eða 4 millj. kr. fjárfestingu okkar inn í framtíðina er ástandið svartast eins og dæmin sanna. Ég verð nú að segja að mér finnst það stórlega alvarlegt mál ef það hefur verið samið til framtíðar um að ekkert skuli gert í þessum málum annað en byggja eitt vatnsból þó að það hafi auðvitað fyrir löngu verið orðið brýnt.