Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna

122. fundur
Fimmtudaginn 09. apríl 1992, kl. 12:44:00 (5360)


     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil fyrst leiðrétta að hinn ágæti þjóðréttarfræðingur er ekki sá starfsmaður utanrrn. sem sér um samskipti við önnur ríki. Hins vegar er hann eini þjóðréttarfræðingurinn í þjónustu ráðuneytisins.

    Í annan stað kom það fram í mínu svari að fagleg umfjöllun um þetta mál fór fram í dómsmrn. og það var þar sem könnun fór fram á því hversu samningurinn samræmdist íslenskum lögum.
    Að því er varðar tilboð hv. þm. um að bjóða fram krafta sína til að fjölga starfsmönnum utanrrn. þá vil ég taka skýrt fram að í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu almennt þykir mér vænt um að heyra þetta en það boð er hér með afþakkað. Ég tel að það sé hægt að reka íslenska utanríkisþjónustu með ágætum með þeim mannafla sem hún hefur og væri jafnvel hægt á sparnaðartímum að gera það með eitthvað færra fólki.