Fræðsla fyrir almenning um kynferðismál

122. fundur
Fimmtudaginn 09. apríl 1992, kl. 12:56:00 (5364)


     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
    Virðulegi forseti. Á þeim stutta tíma sem ég hef til umræðu til að svara þessari umfangsmiklu fyrirspurn get ég að sjálfsögðu ekki nema rétt drepið á það allra helsta. Hins vegar er staðreynd að mjög mikið af könnunum hefur átt sér stað, bæði á árangri alnæmisfræðslu og eins á því tilraunanámsefni sem menn hafa verið með í sambandi við kynfræðslu í skólum. Ég er t.d. með í höndunum könnun á alnæmisfræðslu í grunnskólum sem eru niðurstöður landlæknis um árangur þessarar fræðslu, hvað hún hefur náð til margra og hvaða árangri hún hefur skilað um aukna þekkingu. Þetta var kynnt á fréttamannafundi hjá landlæknisembættinu þann 27. nóv. í haust. Ég er enn fremur með fjölskylduáætlun í íslensku heilbrigðiskerfi í fylgiriti úr heilbrigðisskýrslum sem mér er mikil ánægja að afhenda fyrirspyrjanda. Auk þess er sjálfsagt að afla

annarra gagna sem til eru í ráðuneytinu um þann mikla árangur sem orðið hefur af þessari fræðslu því að árangurinn hefur bæði orðið mikill og fræðslan miklu meiri en fólk gerir sér kannski grein fyrir.