Sóttvarnalög

124. fundur
Föstudaginn 10. apríl 1992, kl. 14:08:00 (5438)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ekki skal ég gera lítið úr því að það sé nauðsynlegt að ástunda fræðslu um smitsjúkdóma sem nú hafa að mestu verið útlægir gerðir á Íslandi og hefur tekist að yfirstíga þó ég telji náttúrlega enn þýðingarmeira að auka fræðslu og efla fræðslu um þá sjúkdóma sem raunverulega ógna Íslendingum og íslensku fólki fremur en kannski hina. Ég vil enn taka það fram til upplýsingar að þetta sem hv. þm. var að ræða um hefur einmitt verið gert vegna þess að það hefur verið tekið saman sérstakt upplýsingarit fyrir íslenska ferðamenn á suðrænum slóðum þar sem reynt er að vara þá við ýmsum sjúkdómum sem þar eru landlægir en búið er að útrýma héðan af Íslandi, t.d. berklum og fleiri

sjúkdómum. Þannig að það sem hv. þm. er hér að lýsa eftir og telur að sé nauðsynlegt, og ég er henni sammála um það, hefur þegar verið gert.