Sjávarútvegsmiðstöð á Akureyri

125. fundur
Mánudaginn 13. apríl 1992, kl. 23:40:00 (5525)


     Össur Skarphéðinsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég veit að hrammur Framsóknar er þungur og hvílir grimmúðlega á herðum þessa unga og frjálslynda þingmanns sem talaði áðan. En ég bendi honum á að hann hefur stjórnarskrárvarinn rétt til þess að hafa eigin skoðanir. Hann kemur hingað og lýsir því yfir, að hann sé þeirrar skoðunar að flytja eigi Byggðastofnun út á land. Síðan segir hann óvíst hvort þingmeirihluti sé fyrir því. Og þess vegna er spurningin sem hann hefur vikist undan að svara og ég bið hann aftur um að svara, þessi: Ætlar hann að styðja tillögu forsrh., sem hann úr þessum stóli er búinn að lýsa yfir að hann sé í rauninni samþykkur? Ætlar hann að þora að brjóta flokksviðjarnar og styðja tillögu forsrh. eða eru þetta bara orðin tóm hjá honum?