Barnalög

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 13:45:00 (5532)

     Guðrún Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Ég mun sitja hjá við afgreiðslu 34. og 35. gr. þessa frv. og hef áður látið þá skoðun mína koma í ljós að ég tel að með vali milli þess að láta dómsmrn. og dómstóla skera úr ágreiningsmálum að nú sé farið frá aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Ég tel þetta afar óheppilegt og held að enn þá sé tækifæri til þess fyrir hv. nefnd að líta nánar ofan í þetta mál. Verði það ekki gert mun ég flytja brtt. við 3. umr.
    Hæstv. forseti, ég mun sitja hjá að sinni við afgreiðslu þessara tveggja greina en styð frv. að sjálfsögðu að öðru leyti.