Ráðning þjóðminjavarðar

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 14:13:00 (5537)


     Páll Pétursson :
    Frú forseti. Mér finnst þýðingarlítið að fárast yfir þessari embættaveitingu þó að ég geti tekið undir það sem hv. formælandi sagði að hér er um margfalt hneyksli að ræða. En það er bara ekki nema það sem búast mátti við af ríkisstjórninni og þetta er í samræmi við mörg önnur verk hennar. Alltaf er farið á fremstu nöf og stundum fram af.
    Hæstv. menntmrh. er svo sem ekki grófastur ráðherranna í þessu efni. Ég býst við því að settur þjóðminjavörður sé hinn vænsti maður en honum er vafalaust enginn greiði gerður með því að setja hann í skúffu sem ekki passar honum. Ég vona sannarlega að þessi ráðstöfun þó óviturleg sé verði ekki til þess að vinna Þjóðminjasafni Íslands varanlegt tjón.