EES-samningur og íslensk stjórnskipun

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 16:57:00 (5566)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér þykir mjög miður að hv. 4. þm. Reykv. skuli hafa misskilið það sem ég var að segja. Ég var að segja að fangamörk samningamanna á þennan texta tákna það eitt að textinn liggur fyrir, samningaviðræðum er lokið en að ekki hefði verið með því efnt til neinna þjóðréttarskuldbindinga. Þetta eru ekki ný tíðindi. Þetta er margsagt og á út af fyrir sig að vera óþarfi að endurtaka. En mér heyrðist hv. þm. draga af þessum orðum mínum þveröfugar ályktanir. Ég vona að málið sé skýrt. ( EKJ: Ég vona það svo sannarlega, þú getur sannað það.)