EES-samningur og íslensk stjórnskipun

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 17:55:00 (5582)


     Flm. (Hjörleifur Guttormsson) (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Þetta var nú heldur óhönduglegur stuðningur við hæstv. utanrrh. sem hér var fram borinn. Það er farið að leitast við að koma málinu í hendur annarrar nefndar en utanrmn. þingsins sem fjallar um málið og ber að gera það að mati hæstv. utanrrh. sem telur þetta vera utanríkismál sem það auðvitað er. Það er aðalvettvangurinn. Nú á að fara að hlaupa upp með tillögur. Við höfum heyrt þær í viðlíka málum eins og þegar verið er að fjalla um víðfeðm umhverfismál, þá koma menn með hugmyndir um að setja einhverja allt aðra nefnd í málið. Er það sýn af hóli forsætisnefndar þingsins að svona eigi starfshættirnir að vera? Ég verð að segja að ég er alveg dolfallinn yfir þeirri hugmyndaauðgi sem kemur fram hjá hv. þm. og ekki ástæða til að hafa um það frekari orð.