Rekstur dagvistarstofnana fyrir börn á vegum sjúkrahúsa

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 18:43:00 (5593)



     Pétur Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þessa þáltill., eðli hennar og tilgangur hefur komið glögglega fram sem ég styð fyllilega. Ég kem hér upp fyrst og fremst vegna ummæla 3. þm. Vestf. varðandi kennaramálin til að taka undir og staðfesta allt það sem hann sagði um það. Ég held að mikil nauðsyn sé á að koma á jöfnuði í þessum efnum. Mér sýnist þessi till til þál. vera mjög í þá veru, ég vil eindregið styðja hana og um leið vil ég vekja athygli á því sem hér kom fram áðan um vanda sveitarfélaga á landsbyggðinni sem er ekki til að dreifa á höfuðborgarsvæði og kennaraskorturinn hefur valdið því. Ég tel þessi mál, einmitt eins og komið hefur fram, mjög skyld og vil þess vegna taka undir þetta.