Rekstur dagvistarstofnana fyrir börn á vegum sjúkrahúsa

126. fundur
Þriðjudaginn 14. apríl 1992, kl. 19:16:00 (5603)


     Magnús Jónsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég var með neinar ásakanir í garð flm. Hins vegar var ég aðeins að spyrjast fyrir um það af hverju hefði ekki verið tekið tillit til fleiri staða en bara höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar tel ég mig hafa heyrt það rétt áðan í ræðum framsögumanna að þeir hafi litið á þetta sem stór byggðapólitískt mál þannig að þeir hafa þá væntanlega verið að tala um landsbyggðina annars vegar og höfuðborgarsvæðið hins vegar. Ég get því ekki alveg fallist á að þeir hafi ekki að einhverju leyti verið að draga fram sérstaklega að þarna væri verið að hygla höfuðborgarsvæðinu. Ég tel líka rétt að benda á að Ríkisspítalarnir þjóna ekki bara íbúum höfuðborgarsvæðisins. Stór hluti af sjúklingum á

Ríkisspítölum eru að sjálfsögðu ekki af höfuðborgarsvæðinu. ( EKG: En börnin á landsbyggðinni eru ekki á höfuðborgarsvæðinu.) Vissulega, vissulega. En ég held nú og ítreka það að ég tel ástæðu til að skoða þessi mál öll en ég vil helst ekki að þau séu bara skoðuð í þessu eina samhengi.