Lánasjóður íslenskra námsmanna

127. fundur
Mánudaginn 27. apríl 1992, kl. 15:48:39 (5618)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :

    Herra forseti. Hv. þm. svaraði að hluta til sjálf spurningunni sem hún beindi til mín, en ég nefni tvennt. Það er breytt fjármögnun sem hér er möguleg við þessa nýju löggjöf. Ég nefni möguleika á auknum tekjum vegna þess að teknir eru upp vextir og lántökugjöld og síðan hljóta að koma til ýmsar breytingar á úthlutunarreglunum sem stjórn sjóðsins fær heimild til að gera en hafa ekki verið samþykktar af eðlilegum ástæðum enn þá vegna þess að stjórnin getur auðvitað ekki gengið til þess verks meðan hún veit ekki hverjar heimildir hún fær til þess.