Lánasjóður íslenskra námsmanna

129. fundur
Miðvikudaginn 29. apríl 1992, kl. 22:37:02 (5694)


     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég hlýt að vitna til þeirrar brtt. sem hv. menntmn. hefur komið með en þar segir í 3. lið að við 3. gr. frv. verði gerðar eftirfarandi breytingar:
  ,,a. Við 1. mgr. bætist: að teknu tilliti til fjölskyldustærðar námsmanns.
    b. Við 2. mgr. Á eftir orðunum ,,tillit til`` komi: búsetu og.``
    Ég get því ekki séð annað en að það sé með viðunandi og fullkomnum hætti gert ráð fyrir því að það sé tekið tillit til búsetu. Það leiðir af sér að ferðakostnaður hlýtur að vera hluti af því sem þarf að meta þegar fjárþörfin er skoðuð. Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til þess að fjölyrða um það sem hv. þm. nefndi.