Lánasjóður íslenskra námsmanna

129. fundur
Miðvikudaginn 29. apríl 1992, kl. 22:40:41 (5696)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Svar mitt verður mjög stutt. Ég segi það eitt að ég er sannfærður um að íslenskar konur hafa þann metnað til þess að afla sér þekkingar að þær munu

gera það og velja þær námsleiðir sem hugur þeirra stendur til. Þær munu væntanlega ekki hika við að njóta láns úr Lánasjóði ísl. námsmanna. Ég vona að okkur takist að byggja upp það þjóðfélag á næstu árum og áratugum að það geti tekið við öllu því fólki sem kemur úr íslenska menntakerfinu. Ég held að engin teikn séu á lofti um það að konur hætti við að fara í nám vegna þess að 1% vextir séu á lánum úr Lánasjóði ísl. námsmanna. Það er fjarri því að svo verði. Það er mat mitt.