Kostnaður við fundaherferðir innan lands á vegum utanríkisráðuneytis

130. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 11:53:04 (5741)



     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Heildarkostnaður utanrrn. við fundaferðir og kynningu innan lands um Evrópska efnahagssvæðið og GATT á þessu umrædda tíu mánaða tímabili er 4.438.499 kr. og sundurliðast svona:
    Auglýsingar í dagblöðum 2.049.165, auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi 1.299.576, aðrar auglýsingar í bæjar og landsmálablöðum 274.403, leiga og beinn fundakostnaður 217.480, ferðakostnaður 429.000 og annar kostnaður 168.000.
    Þetta sundurliðast þannig að því er varðar GATT: 1.345.124. Það sundurliðast þannig: Auglýsingar í dagblöðum 618.386, auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi 205.373, aðrar auglýsingar 274.403, leiga og beinn fundakostnaður 116.925, ferðakostnaður 53.000, annar kostnaður 77.000.
    Að því er varðar Evrópska efnahagssvæðið er heildarkostnaðurinn 3.093.375 og sundurliðast þannig: Auglýsingar í dagblöðum 1.430.779, auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi 1.094.203, leiga og beinn fundakostnaður 100.555, ferðakostnaður 376.525, annar kostnaður 91.313. Þess skal getið að um það hefur verið mikil samstaða milli aðila að nauðsynlegt væri þegar um þessi tvö stóru mál er að ræða að þau væru rækilega kynnt. Það hefur verið gagnrýnt af hálfu stjórnarandstöðunnar að kynningu væri áfátt. Á þessu þriggja mánaða tímabili sem um er að ræða hefur utanrrn. beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum til þess að kynna málið. Ég tel að því fé sem varið hefur verið til kynningarinnar sé vel varið.