Kostnaður við fundaherferðir innan lands á vegum utanríkisráðuneytis

130. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 12:02:56 (5747)


     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vísa á bug og til föðurhúsa órökstuddum dylgjum og getsökum um að verið sé að misnota fé almennings í pólitísku auglýsingaskyni. Því fer fjarri. Flestir af þessum fundum eru m.a. tilkomnir vegna eindreginna óska fólks. Ég nefni sem dæmi fundi og kynningarátak í framhaldsskólum landsins. Við höfum efnt til samstarfs t.d. við kennara í framhaldsskólum um þetta mál og því miður er það svo að verulegur hluti

af þeim tíma sem varið hefur verið til þess hefur m.a. verið í því fólginn að leiðrétta ranghermi og mishermi, misskilning og villandi upplýsingar sem dreift hefur verið á vegum þeirra samtaka sem síðasti ræðumaður nefndi.