Atvinnumál á Suðurnesjum

131. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 13:54:46 (5771)



     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst satt að segja að ekki eigi að þurfa að gera kröfur um að ráðherrar mæti í þingsal við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu þegar atvinnumál eru á dagskrá, jafnvel þó að það séu þingmenn sem flytja þetta mál. Málið er jafnbrýnt fyrir því og ég endurtek að vaxandi atvinnuleysi er að verða eða er orðið stærsta þjóðfélagsvandamál sem við eigum við að glíma um sinn í landinu.