Röð mála á dagskrá og viðvera ráðherra og stjórnarþingmanna

131. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 15:58:00 (5788)


     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
    Vegna ræðu hv. 14. þm. Reykv. vill forseti taka fram að ekki er óvenjulegt að vikið sé frá þeirri röð sem dagskrá gerir ráð fyrir og í þetta sinn var það gert eins og mjög oft áður og forseti telur að það sé ekki á nokkurn hátt óeðlilegt. Það er gert bæði að beiðni hv. ráðherra og hv. þm. og nú síðast m.a. að beiðni hv. 4. þm. Austurl. að fresta að taka til umræðu 14. mál á dagskránni.