Hafnalög

131. fundur
Fimmtudaginn 30. apríl 1992, kl. 18:01:27 (5810)


     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Við hæstv. samgrh. erum ekki að tala um sama hlutinn. Ég vil láta það koma

fram að það sem ég hef áhyggjur af er að þessi gjaldstofn. Þrátt fyrir það tek ég alveg undir að það verða auðvitað stærstu vöruhafnirnar sem leggja til miklar tekjur í Hafnabótasjóð. Mér er kunnugt um hlutverk hans og tel hann mikilvægan. En ég óttast að þessi gjaldstofn sé óheppilega valinn vegna þess að hann hefur margfeldisáhrif á vöruverð í landinu. Ofan á þennan gjaldstofn kemur verslunarálagning á vörur, virðisaukaskattur og önnur slík álagning. Þegar verslanir reikna út vöruverð er reiknað ofan á þennan gjaldstofn. Það vildi ég að nefndin skoðaði. Af þessum ástæðum hef ég ekki getað skrifað undir þetta ákvæði. En ég er opinn fyrir því að leita að einhverjum heppilegum tekjustofni í Hafnabótasjóð sem hefur ekki þessi áhrif.