Samningur um réttindi barna

132. fundur
Mánudaginn 04. maí 1992, kl. 18:59:10 (5862)



     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Það kom fram hjá seinasta ræðumanni, hv. 14. þm. Reykv., að í íslenskum lögum væri barnaverndarnefndum ætlað það verksvið sem hér greinir. En þingmaðurinn gat þess jafnframt að það væri mat hans að nefndirnar hefðu ekki sinnt því. Samanburður á norska og íslenska kerfinu sem heild hlýtur því að vera eðlilegur sé þetta skoðað.
    Að sjálfsögðu má alltaf deila um það hvar tekur við vandamál samfélagsins og hvar vandamáli einstaklingsins lýkur. Það var kannski hluti af því sem Jón Hreggviðsson skildi aldrei úti í kóngsins Kaupmannahöfn að Arnas Arnæus liti svo á að hans mál væri ekki hans vandamál heldur einhvers annars.