Þátttaka Íslands í Ólympíuskákmótinu

133. fundur
Þriðjudaginn 05. maí 1992, kl. 14:21:17 (5898)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Ég hef ekki fengið sérstakt erindi frá Skáksambandi Íslands varðandi þátttöku í Ólympíuskákmótinu. Hins vegar hef ég átt viðræður við forustumenn Skáksambandsins um þann fjárhagsvanda sem Skáksambandið er í, einkum vegna húseignar þeirra, og það liggur fyrir erindi í menntmrn. þar sem óskað er aðstoðar vegna þess máls. Það hefur ekki verið afgreitt enn þá af hálfu ríkisstjórnarinnar.
    Ég hef í viðræðum við Skáksambandið lofað þeim því að ég muni athuga hvort fjármunir gætu fengist úr ráðuneytinu sjálfu til þess að létta þeirra vanda. Ég hef ekki verið að hugsa þar um fjárasukalög en það kynni hins vegar að koma til ef ríkisstjórnin fellst á að greiða götu þeirra varðandi húseignina eða þá með einum eða öðrum hætti að tryggja þeim fjárveitingu á næsta ári. En fjárhagsvandi þeirra varðandi húseignina er um 15 millj. kr. Þetta er það sem ég hef að segja um þetta á þessu stigi en ég ítreka það að viðræður hafa farið fram á milli mín og Skáksambandsins en ekki sérstaklega vegna þátttöku í Ólympíuskákmótinu.