Samkeppnislög

133. fundur
Þriðjudaginn 05. maí 1992, kl. 16:26:00 (5915)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svör hans. Ég get þó ekki annað en látið koma fram það sjónarmið mitt að í 18. gr. eru ákaflega veikluleg tök á þessu máli til að grípa til aðgerða gagnvart aðilum sem nú þegar fyrir gildistöku laga af þessu tagi hafa markaðsráðandi stöðu. 18. gr. fjallar í raun og veru meira um það sem kann að gerast í framtíðinni en á ekki við um ástandið eins og það er í dag þannig að ég vil ítreka það sjónarmið sem fram kom í fyrri ræðu minni og beina því til nefndarmanna þeirrar nefndar sem fær þetta mál til skoðunar að athuga frv. einmitt með hliðsjón af þessari skoðun minni að frv. taki ófullnægjandi á því að reyna að brjóta upp það ástand sem er fyrir hendi á tilteknum sviðum atvinnulífsins þar sem aðilar hafa einokunarstöðu eða yfirburða markaðsráðandi aðstöðu.