Flutningur starfa út á land

135. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 11:28:43 (6004)


     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir fsp. og þær upplýsingar sem hún leiðir til að koma fram. Ég vil minna á það að Alþingi hefur tekið pólitíska ákvörðun um að það skuli færa eins mikið og hægt er af störfum tengdum tölvuvinnslu út á land. Það gerði það með því að samþykkja þáltill. sem hv. þingkona Kvennalistans, Danfríður Skarphéðinsdóttir, flutti og því er til núna ákvörðun, viljayfirlýsing Alþingis, og að sjálfsögðu ber að virða þá yfirlýsingu. Ég held að það sé ekki bara það sem hægt er að færa til stofnana á hverjum stað sem samkvæmt þáltill. er skylt að færa út á land heldur einnig eitthvað af þeirri starfsemi sem ég held að hæstv. ráðherra hafi kallað miðlæga.