Leiga á ökutækjum án ökumanns

135. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 11:44:04 (6012)



     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Á síðasta sumri og eins nú í sumar verður eitthvað um það að leiðsögumenn fái heimild til að vera jafnframt bílstjórar í bifreiðum sem falla undir þá stærð sem er skilgreind sem hópferðaleyfi. Kemur þá auðvitað eftir atvikum til greina hvort sem er að viðkomandi leiðsögumenn eigi bílana sjálfir eða þeir séu teknir á leigu. Að öðru leyti hef ég því einu við að bæta að ef hugmynd er að reyna að lækka kostnað við bílaleigubíla fyrir erlenda ferðamenn sýnist ekki annað ráð en gefa þeim kost á að fá virðisaukaskatt endurgreiddan við brottför. Við höfum ekki treyst okkur til að fara inn á þá braut.