Skipaútgerð ríkisins

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 16:11:22 (6078)


     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hélt að hv. þm. hefði verið það kunnugt að ég lét gera sérstaka athugun á því hvort hagkvæmt gæti verið að reka strandferðaskip frá einhverjum stað úti á landi. Einkum beindist athygli mín að Eyjafirði. Það kom í ljós að slíkur rekstur gat ekki staðið undir sér og þess vegna gátu einkaaðilar að sjálfsögðu ekki lagt í hann. Það er þess vegna fullkomlega rangt að ég hafi, þegar þessi athugun stóð yfir, haft í huga eitthvert ákveðið fyrirtæki. Það var ekki svo. Það er hv. þm. kunnugt og raunar öllum þingheimi.