Náttúrufræðistofnun Íslands

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 17:34:07 (6093)


     Guðrún Helgadóttir :
    Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar og auðvitað er það mál hv. 3. þm. Reykn. hvort hann er hér í dag eða ekki þótt hin almenna regla sé nú að menn sinni þingstörfum. En ég óska eftir því að málinu verði frestað vegna þess að ég óska eftir því að ræða við hv. 3. þm. Reykn. um brtt. hans og málið í heild. Ég hlýt að geta fengið frest á málinu þangað til að hann sér ástæðu til að vera í þingsal. Við eigum það sameiginlegt að hafa áhuga á málinu og ég vil ekki að það fari í gegnum þingið nema það sé skoðað eins vel og hægt er. Ég efast ekki um að hv. 3. þm. Reykn. veit heilmikið um þessi mál og ég tel mig eiga rétt á því að ræða við hann þar sem hann hefur lagt fram viðamikla tillögu til breytinga á frv.