Lánasjóður íslenskra námsmanna

136. fundur
Fimmtudaginn 07. maí 1992, kl. 22:03:50 (6117)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel eðlilegt að sumum af þeim spurningum sem ég bar fram sé ekki unnt að svara við þessar aðstæður. Það sem fer kannski aðallega á milli okkar og er snúið um þessar mundir er spurningin um hinn þjóðkunna skepnuskap og hvaðan hann er ættaður ( Menntmrh.: Nei, það er komið alveg á hreint.) og það er alveg komið á hreint. Það sem hefur kannski aðallega farið í geðið á mér er að mér virtst hæstv. menntmrh. rugla mér saman við Alþfl. og ég veit að hann skilur að mér sárnar það.